Vetrarblíða í Hekluskógum

IMG_7639Þessa dagana eru vetrarstillur í Hekluskógum og töluvert frost. Birkitré eru orðin áberandi víða um svæðið og sjást enn betur þegar snjór hylur jörðu. Meðfylgjandi mynd er tekin í landi Landgræðslu ríkisins rétt ofan Gunnarsholts, nánar tiltekið í landi Brekkna á Rangárvöllum. Þar hafa leigjendur sumarhúsalóða gróðursett mikið af birkiplöntum á síðustu árum. Er sú vinna farin að skila fallegum skjólskógi þar sem áður var sandorpið hraun og sandfok algengt. Hekla trónir í baksýn Hekluskóganna.

Úr eyðimörk í skóg á átta árum

Fjöldi landeigenda tekur þátt í Hekluskógaverkefninu og hafa margir þeirra náð undraverðum árangri í ræktun birkiskóga, á örfáum árum oft og tíðum á afar rýru landi. Einn þeirra er Benedikt Benediktsson og fjölskylda sem eiga landspildu syðst í landi Svínhaga á Rangárvöllum, rétt ofan Bolholts.

Benedikt hófst handa við uppgræðslu og gróðursetningu á afar rýru og skjóllausu berangri árið 2006. Frá upphafi hefur verið hlúð að plöntunum með áburðargjöf og hafa þær að mestu sloppið við áföll á fyrstu árunum. Árangurinn er góður og eru hæstu birkiplönturnar komnar á þriðja meter í hæð og eru í góðum vexti. Hafa plönturnar borið fræ og er þegar farið að sjást sjálfsáið birki í næsta nágrenni við elstu birkiplönturnar. Hekluskógar þakka Benedikt og fjölskyldu hans kærlega fyrir samstarfið á liðnum árum. Aðrir þátttakendur í Hekluskógum eru hvattir til að senda verkefnisstjóra myndir og sögur af árangri við ræktun birkiskóga. Meðfylgjandi myndir segja meira en mörg orð hvernig breyta má eyðisöndum í vöxtuglega skóga.

25maí2006_ 016_

Auður Benediktsdóttir gróðursetur birki í sandinn árið 2006. IMGP0360_

Auður við sömu plöntur árið 2011. IMGP8664

Árið 2014 var skógurinn farinn að gefa skjól og hentar vel til útivistar. júní_ 006_

Yfirlitsmynd af svæðinu árið 2006. IMGP8565_

Mynd tekin á sama stað árið 2014. IMGP9051

Hér er Benedikt með mælistikuna í einum af elstu birkilundunum árið 2014.

Hekluskógar – starf ársins 2014

SONY DSCÁrið 2014 var hagstætt gróðri á Hekluskógasvæðinu enda nokkuð hlýtt og rakt. Gróðursettar voru 312 þúsund plöntur árið 2014 þ.a. um 307 þúsund birki og 5 þúsund reyniviðir. Ennfremur var dreift 175 tonnum af kjötmjöli til uppgræðslu. Verktakar gróðursettu tæplega 180 þúsund plöntur, en landeigendur auk ýmissa sjálfboðaliða gróðursettu rúmlega 130 þúsund. Var gróðursett víðsvegar um Hekluskóga með mestri áherslu um norðanvert svæðið á uppgræddum svæðum, en landeigendur sáu um mestan hluta gróðursetningarinnar í eigin lönd á sunnanverðu starfssvæðinu. Er heildarfjöldi gróðursettra trjáplantna frá árinu 2006 til og með 2014 kominn yfir 2,3 milljónir, á um 1200 ha lands sem dreifast á um 850 trjálundi.

Hreinn Óskarsson verkefnisstjóri var í 25% starfi og var auk hans Ívar Örn Þrastarson skógfræðingur við störf í 2 mánuði.  Ívar Örn sá um móttöku á verktakahópum og kortlagningu á gróðursetningum. Fjárveiting til Hekluskóga var 19,4 m.kr. auk 3 m.kr. fjárveitingar úr sjóðum Græna hagkerfisins. SONY DSCIðunn Hauksdóttir nemi við Háskólann í Kaupmannahöfn vann að MSc rannsóknaverkefni þar sem hún skoðaði tilflutning á gróðurtorfum úr gömlum birkiskógum í yngri birkireiti á Hekluskógasvæðinu.

Samstarf er við um 205 þátttakendur í Hekluskógum á sunnanverðu starfssvæðinu og hafa þeir gróðursett á eigin kostnað rúmlega 800 þús plöntur síðan árið 2008. Búast má við að heldur dragi úr gróðursetningu landeigenda á næstu árum enda hefur nokkur hluti þeirra þegar lokið gróðursetningu í lönd sín. Plöntudreifingarstöð var eins og undanfarin ár í Galtalæk 2 í umsjá Sigurbjargar Elimarsdóttur og Sveins Sigurjónssonar. Þar fengu landeigendur og verktakar afhentar plöntur og plöntumagn á hvern landeiganda var skráð.
Samstarf var við fjölmarga aðila s.s. Landsvirkjun, Endurvinnsluna hf, ýmsa sjálfboðliðahópa s.s. Ferðaklúbbinn 4×4, frímúrarafélög, sumarhúsafélög, Slóðavini, nemendahópa erlenda og innlenda, Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd, Þjóðhildi o.fl. Gróðursettu þessir samstarfsaðilar nokkra tugi þúsunda plantna, án teljandi kostnaðar fyrir SONY DSCverkefnið. Þrátt fyrir að lélegt fræár væri í birki árið 2014 söfnuðu skólar, félagasamtök og almenningur nokkrum kg af birkifræi fyrir verkefnið. Er ágætur árangur sáninga frá fyrstu starfsárum verkefnisins að koma í ljós þessi árin og má nú finna mikið af fræplöntum sem
eru að spretta upp víða um norðanvert starfssvæðið. Landsvirkjun og Landgræðslan styrktu uppgræðslu með kjötmjöli og tilbúnum áburði á Hekluskógasvæðinu á móts við Hekluskóga og kom Skógrækt ríkisins að gróðursetningu birkiplantna í Þjórsárdal.

SONY DSCSökum niðurskurðar á fjárveitingum til verkefnisins undanfarin ár hefur litlu fjármagni varið til kaupa á innfluttum tilbúnum áburði og sáninga grasa. Megin áhersla hefur verið lögð á að nýta innlent kjötmjöl frá Orkugerðinni í Hraungerði í Flóa, en árangur áburðargjafar með kjötmjöli hefur verið afar góður og virðist nýting hans vera hagkvæmari lausn á erfiðustu vikrunum bæði hvað varðar árangur uppgræðslu sem og fjárhagslega. Undanfarin ár hefur verið dreift um 1400 tonnum af kjötmjöli.

Fjölmargir hópar innlendir og erlendir heimsóttu verkefnið og kynntu sér starf þess á árinu eins og undanfarin ár.

SONY DSCSONY DSC

Á myndunum hér að ofan sjást Skandinavískir skógfræðinemar og starfsfólk Umhverfis og Auðlindaráðuneytisins heimsækja verkefnið.

Verkefnið mun halda áfram árið 2015 af fullum krafti og er reiknað með að gróðursettar verði um 250 þúsund birkiplöntur og meiri kraftur settur í áburðargjöf eldri trjáreiti og uppgræðslusvæði. Árangur verkefnisins er víða mjög góður og sjást nú víða birkireitir spretta upp þar sem fyrir 10-20 árum var örfoka land.      SONY DSCSONY DSC

Slóðavinir og nokkrir mótorhjólaklúbbar unnu að uppgræðslu á Vaðöldu og landsvæði norðan við þjóðveginn að Hrauneyjum við Þjórsá eins og undanfarin ár og þar er árangur góður.

SONY DSC

Endurvinnslan vann að uppgræðslu á landsvæði sem er við vegamót Landvegar og Hrauneyjavegar. Styrkir Endurvinnslan Hekluskóga með beinum framlögum og með því að gefa almenningi kost á að styrkja verkefnið í endurvinnslustöðvum. Ennfremur hefur Endurvinnslan tekið á móti birkifræi frá almenningi í móttökustöðvum sínum.

SONY DSC

Plöntudreifingarstöð Hekluskóga á Galtalæk 2 í Landsveit.

 

SONY DSC

Uppvaxandi birkiskógur í Kinnum á norðanverðu starfssvæði Hekluskóga. Var skógurinn gróðursettur var með C12-vél Asterix ehf árið 2009.

 

Fræsöfnun Hekluskóga enn í gangi

Þessir októberdagar eru góðir dagar til fræsöfnunar af birki. Lygnt og þurrt og enn nóg af fræi af birki. Í vikunni kom sjálfboðaliðahópur frá CELL (center of environmental living and learning) í Gunnarsholti og söfnuðu fræi. Á aðeins tveimur klst tókst að safna hátt í 10 kg af þurru fræi (nánast lauflausu). Hvet alla til að nýta góða veðrið og safna fræi og ef þið ætlið ekki að nýta það sjálf þiggja Hekluskógar allt birkifræ. Endurvinnslan ehf í Knarrarvogi tekur enn við birkifræi og einnig má senda fræ beint til Hekluskóga í Gunnarsholt.
DSC00575_edited

Hugmyndin um Hekluskóga

SONY DSC

Skógur er það gróðursamfélag sem þolir hvað best öskufall. Hugmyndin um Hekluskóga er að endurheimta birkiskóga og víðikjarr í nágrenni Heklu sem minnka myndu vikurfok í kjölfar gjóskugosa úr eldfjallinu. Verja þar með lönd í nágrenni fjallsins fyrir jarðvegseyðingu. Mögulegur ávinningur af Hekluskógum er margvíslegur. Gróðurfar og dýralíf eykst og verður fjölbreyttara, vatnsheldni jarðvegs verður meiri, lækir myndast og kolefnisbinding verður í gróðri. Með skóginum aukast einnig landnýtingar möguleikar á svæðinu, svo sem frístundabyggð og útivist auk þess að beitarþol eykst.