Breytingar  hjá  Hekluskógum – verkefnið heldur áfram í nýrri mynd

20210811_174121Hekluskógar hættu um áramótin sem sjálfstætt verkefni og færðust verkefni Hekluskóga yfir til Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. Stofnanirnar vinna nú sameiginlega að endurheimt skóga á nokkrum svæðum m.a. Hekluskógasvæðinu, á Hafnarsandi og Hólasandi með áherslu á endurheimt birkiskóga. Hrönn Guðmundsdóttir sem séð hefur um Hekluskógaverkefnið hætti störfum um áramótin og er henni þökkuð góð störf á liðnum árum. Í stað hennar hafa tveir starfsmenn tekið við samstarfsverkefnum Landgræðslunnar og Skógræktarinnar og eru þeir Ellert Arnar Marísson starfsmaður hjá Skógræktinni og Magnús Þór Einarsson starfsmaður Landgræðslunnar. Einhverjar breytingar verða gerðar á framkvæmd og skipulagi verkefnisins, en áfram verður þó aðal áhersla á gróðursetningu birkis í lundi og lögð áhersla á samstarf við verktaka, sjálfboðaliða hópa og landeigendur á svæðinu.

Hægt er að hafa samband við Ellert Arnar á netfanginu ellert@skogur.is og sími 6976534 og Magnús magnus.thor@land.is og sími 8475464.

Skógur er það gróðursamfélag sem þolir hvað best öskufall. Hugmyndin um Hekluskóga er að endurheimta birkiskóga og víðikjarr í nágrenni Heklu sem minnka myndu vikurfok í kjölfar gjóskugosa úr eldfjallinu. Verja þar með lönd í nágrenni fjallsins fyrir jarðvegseyðingu. Mögulegur ávinningur af Hekluskógum er margvíslegur. Gróðurfar og dýralíf eykst og verður fjölbreyttara, vatnsheldni jarðvegs verður meiri, lækir myndast og kolefnisbinding verður í gróðri. Með skóginum aukast einnig landnýtingar möguleikar á svæðinu, svo sem frístundabyggð og útivist auk þess að beitarþol eykst.

Þeir sem áhuga hafa á þátttöku í Hekluskógaverkefninu og eiga eða leigja land innan starfssvæðis verkefnisins geta sótt umsóknarblað hér. samningur_landeig_heklusk_2017