Af hverju birki og víðir?
Birki og víðir eru frumherjategundir og þola auk þess öskufall vel. Tegundirnar mynda fræ frá unga aldri, stundum í miklu magni og geta því sáð sér hratt út. Nægt fræframboð á birki er hér á landi og því er auðvelt að framleiða plöntur fyrir verkefnið. Víði má auðveldlega fjölga með græðlingum sem stungið er beint í jörðu að vori.