Fréttir frá 2011

Hér eru helstu fréttir sem birtust á vef Hekluskóga árið 2011.

Málstofur: Inntak og áherslur nýrra skógræktarlaga (4.11.2011)


SONY DSC
Nefnd, sem umhverfisráðherra skipaði á vordögum til að semja greinargerð um inntak og áherslur nýrra skógræktarlaga, boðar til málstofu til að kalla eftir sjónarmiðum og ábendingum varðandi vinnu nefndarinnar. Þar mun formaður nefndarinnar, Valgerður Jónsdóttir hafa framsögu og síðan verða opnar umræður. Tilgangur málstofanna er að fá ábendingar og tillögur sem nýst geta við áframhaldandi vinnu. Boðað er til tveggja málstofa, á Egilsstöðum og í Reykjavík. Málstofurnar eru öllum opnar og hvetur nefndin alla þá sem láta sig málefni skógræktar varða að taka þátt. Haldnar verða tvær málstofur á eftirfarandi stöðum: Hótel Héraði, Egilsstöðum, mánudaginn 7. nóvember kl. 13:00 – 15:00 Þjóðminjasafnið í Reykjavík, þriðjudaginn 8. nóvember kl. 14:00 – 16:00

Frétt: Umhverfisráðuneytið

Birkifræ orðið þroskað (5.9.2011)

Ágætis fræár virðist vera í uppsiglingu á sunnanverðu landinu eftir ágætis sumar. Þrátt fyrir kulda í vor virðist birkifræ hafa náð að þroskast og er nú orðið tímabært að tína birkifræin.

DSC00744

Nú þegar er hægt að safna birkifræinu jafnvel þó könglarnir séu ekki orðnir brúnleitir. Ef geyma á fræið yfir veturinn er best að þurrka það áður en það er sett í geymslu og geymist það best við 4°C yfir veturinn. Ef sá á fræinu beint út er best að geyma fræið sem styst og dreifa því strax að hausti. Nánari upplýsingar um fræsöfnun og meðferð birkifræs má sjáhér á fróðleikssíðum Hekluskóga.

Birkisáningar hafa víða gefist ágætlega og má um allt land sjá skóga sem vaxið hafa upp af fræi. Í ljósi þess að töluvert er af birkifræi leita Hekluskógar til almennings um söfnun á fræi fyrir verkefnið. Verður því birkifræi sem safnast sáð í haust á hentugum svæðum innan Hekluskóga. Stór kostur er að dreifa má fræinu um torfært land þar sem gróðursetning er erfið og sá fræum beint t.d. brattlendi eða hálfgróin hraun.

Í einu grammi af þurru birkifræi geta verið allt að 500-1000 spírandi fræ, svo fljótlegt er að safna töluverðu magni fræja. Almenningur er hvattur til að njóta fagurra haustlita og safna birkifræjum í leiðinni. Gildir þar einu hvort um er að ræða garðtré eða skógartré. Fólk er þó hvatt til að velja falleg og kröftug tré til að safna af.

Senda má birkifræið til Hekluskóga í Gunnarsholti, 851 Hella, eða hafa samband við verkefnisstjóra í síma 899 1971 / hreinn@hekluskogar.is um hvernig best sé að koma því til skila.

Starfsfólk Hekluskóga þakkar kærlega þeim sem styðja vilja við verkefnið á þennan hátt.

Gróðursetningu vorsins lokið (26.6.2011)

Þrátt fyrir kulda seinnipart maí og fyrripart júní hefur gróðursetning gengið mjög vel. Um 250 þúsund plöntur hafa verið gróðursettar þetta vorið, 240 þús. birki og 8 þús. reyniviðir. Birkiplönturnar koma flestar frá Kvistum í Reykholti og reyniviðir frá Barra hf á Tumastöðum. Tæpur helmingur plantna kom úr frystigeymslu þetta árið.

P1030350

Vélgróðursetning í Leirdal með Heklu í baksýn. ljósm. Friðþór S. Sigurmundsson.

Landeigendur hafa gróðursett stóran hluta plantna, en verktakar og sjálfboðaliðahópar einnig verið stórvirkir. Verkefni Landsvirkjunar ,,Margar hendur vinna létt verk” hafa unnið að gróðursetningu. Stærsti einstaki verktakinn, Guðjón Helgi Ólafsson, gróðursetti tæpar 40 þúsund birkiplöntur með vél í sléttar grassáningar í Leirdal, Kinnum og í melgresissléttur sunnan Langöldu. Brynjólfur Jóhannsson dreifði 18 tonnum af tilbúnum áburði með dráttarvél á þessar vélgróðursetningar og í næsta nágrenni. Hefur þessi aðferð gefist afar vel eins og sjá má á myndunum hér að neðan sem Hreinn Óskarsson tók.

SONY DSCSONY DSC

Myndin t.v. sýnir birkilund frá 2009 í melsáningu við Sölvahraun og t.h. er lundur frá 2008 við Þjófafossafleggjarann.

SONY DSCÞessa dagana er verið að dreifa kjötmjöli í Þjórsárdal, en kjötmjöl hefur verið notað til uppgræðslu s.l. þrjú ár í dalnum með góðum árangri. Er verkefnið unnið í samvinnu Hekluskóga og Landvirkjunar. Landgræðsla ríkisins hefur einnig ekið gömlum köggluðum tilbúnum áburði upp í Þjórsárdal, en áburðurinn fékkst gefins hjá innflutningsaðila í Reykjavík. Er þessum áburði blandað saman við kjötmjölið. Georg Kjartansson verktaki sér um dreifinguna þetta árið og hefur til þess stórvirkar dráttarvélar og skeljasandsdreifara.

SONY DSC

Starfsmenn Hekluskóga ljúka háskólagráðum (10.6.2011)

Síðustu vikur hafa starfsmenn Hekluskóga þeir Friðþór Sófus Sigurmundsson og Hreinn Óskarsson lokið háskólaprófum. Í byrjun maí varði Friðþór meistararitgerð í landfræði og hét ritgerð hans ,,Hnignun birkiskóga í Þjórsárdal frá 1587 til 1938 og ástæður hennar”. Í byrjun júní varði Hreinn svo doktorsritgerð í skógfræði sem hét ,,Tree Species Response to Fertilization during afforestation in Iceland“ (Áhrif áburðargjafar við gróðursetningu á skógarplöntur).

Eldgos í Grímsvötnum! (22.5.2011)

Mikið öskugos hófst í Grímsvötnum í gær 21.maí, rétt um ári eftir að eldgosi lauk í Eyjafjallajökli, en síðustu rokurnar tók Eyjafjallajökull á Hvítasunnudag 22. maí 2010.

IMG_9104Lítilsháttar öskudreif með brennisteinsfnyk kom yfir Hekluskógasvæðið í nótt, en svo lítið að það sást varla á diskum. Ekki er ljóst um framhald gossins og vonandi verður ekki mikið öskufall á næstu dögum þó vindáttin eigi að snúast til austanáttar.

Meðfylgjandi mynd var tekin í gærkveldi norðan Búrfells við Bjarnalón sem er um miðbik Hekluskógasvæðisins. Ísakotsstífla Landsvirkjunar sést í forgrunni og er vegalengdin þaðan til Grímsvatna um 122 km í loftlínu. Mökkurinn var gríðarhár og mældist um 20 km sem er hæsti gosmökkur hér á landi síðan Hekla gaus árið 1947 en þá er talið að mökkurinn hafi náð um 30 km hæð.

Fræár í uppsiglingu í birki? (18.5.2011)SONY DSC

Síðustu daga hefur birki verið að laufgast. Reyndar hefur heldur hægt á laufgun vegna kulda síðustu daga, en þegar hlýnar fer allt á fullan skrið. Blómgun er byrjuð í birkinu og lofar góðu um að fræmyndun verði mikil. Síðasta stóra fræár sunnanlands í birki var árið 2008. Á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í byrjun vikunnar sjást kven- (uppréttir) og karl-reklar birkisins (lafandi).

 

 

 

 

 

SONY DSCSONY DSC

Vorverkin í Hekluskógum (15.5.2011)

SONY DSC

Gróðursetning hófst í byrjun maí og hafa nú þegar verið gróðursettar um 75 þúsund plöntur aðallega birki en einnig reyniviður. Gróðursett er víða um svæðið allt frá Gunnarsholti í suðri upp í Vaðöldu sunnan Sultartangalóns í norðri. Landeigendur hafa að mestu séð um gróðursetningu, en 160 þátttakendur hafa gert samning við Hekluskóga um plöntustyrk í sín lönd. Einnig hafa nokkrir hópar heimsótt Hekluskóga og von er á fleirum á næstu vikum.

SONY DSC

Ungmennafélagar frá Selfossi úr fjórða flokki í handknattleik, mættu aðra helgina í maí ásamt fjölskyldum og gróðursettu í 10 þúsund plöntur í uppgræðslusvæði við gamla Hjálparfossveginn í Þjórsárdal. Stóðu krakkarnir sig afar vel og kláruðu verkið á um fjórum klukkustundum.

SONY DSC

Ferða og útivistarfélagið Slóðavinir hefur undanfarin ár unnið að uppgræðslu og gróðursetningu í svokallaða Vaðöldu, sem er á sunnan við gömlu Tungná og Sultartangalónið. Er verkefnið unnið í samvinnu við Landgræðslu ríkisins sem hefur látið áburð til verkefnisins. Nú þegar hefur nyrðri helmingur öldunnar fengið áburðargjöf og breyst úr örfoka mel í graslendi. Birki hefur verið gróðursett í hluta svæðisins og hefur það að mestu lifað af þrátt fyrir berangrið á svæðinu enda eru trén sett í skjól við stórgrýti.

SONY DSC

Eftir uppgræðslustörf á Vaðöldu komu Slóðavinir við í Hríshólma sem áður var í Tungná móts við Sultartanga, en stendur nú á þurru eftir að Sultartangalónið var gert. Áburði var dreift í jaðra Hríshólmans til að koma í veg fyrir áframhaldandi rof. Í hólmanum er birkiskógur með tilheyrandi gróðurvistkerfi sem verður verðmætt við endurheimt birkiskóga á svæðinu.

SONY DSC

SONY DSCSONY DSC

SONY DSCSONY DSC

SONY DSC

Úr Hríshólma

Plöntur koma vel undan vetri

SONY DSCEitt af verkefnum vorsins er at fylgjast með gróðursetningum fyrri ára. Virðast plöntur almennt hafa komið afar vel undan vetri eins og meðfylgjandi myndir sýna. Þarna er um að ræða plöntur úr gróðursetningum á Ferjufit við Þjórsá, í Brekknaheiði ofan Gunnarsholts, í Vaðöldu og í Leirdal. Á öllum svæðum virðast plöntur hafa vaxið vel síðasta sumar og eru toppar almennt heilir enda haustið frostlaust fram í október.

SONY DSCSONY DSC

 

Áform um aukna útbreiðslu birkiskóga (4.4.2011)

Frétt af vef Umhverfisráðuneytisins:

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur ákveðið að hrinda í framkvæmd aðgerðum tilIMG_6862 að auka útbreiðslu birkiskóga hér á landi. Fyrir þremur árum kom út á vegum Umhverfisráðuneytisins skýrsla um birkiskóga, svokölluð Birkiskógaskýrsla. Í henni voru settar fram stefnumótandi tillögur að vernd og endurheimt birkiskóga, sem umhverfisráðherra hefur nú ákveðið að skuli unnar frekar og komið í framkvæmd eins og kostur er.

Með verkefninu er stefnt að því að friða land fyrir beit í nágrenni birkiskóga, sér í lagi þar sem skógurinn getur breiðst út án verulegra annarra aðgerða en beitarfriðunar. Einnig getur í einhverjum tilvikum verið þörf á frekari aðgerðum, svo sem fræsáningu eða gróðursetningu. Slík skógrækt getur verið framkvæmd á landi í umsjón stofnana umhverfisráðuneytisins og mun verða unnin greining á möguleikum þess. Einnig verður lögð áhersla á samstarf við landeigendur um friðun lands frá beit í nágrenni birkiskóga/skógarleifa þar sem skógurinn geti fengið að breiðast út. Þetta eru eðlilega langtímaaðgerðir, þar sem miðað er við að tekin séu fyrir stór samfelld svæði.

Skógrækt ríkisins er falin umsjón með verkefninu í nánu samstarfi við Landgræðslu ríkisins. Munu stofnanirnar vinna tillögur að svæðum og aðgerðum við mögulega endurheimt og ræktun birkiskóga og hafa samstarf og samráð við aðra aðila eftir því sem við á í hverju tilviki. Í þessu verkefni má til að mynda líta til verkefnisins Hekluskóga og árangurs þess.

Aðgerðir til að auka útbreiðslu birkiskóga fellur vel að áherslum umhverfsráðuneytisins í mörgum málaflokkum, ekki síst skógræktar-, náttúruverndar- og loftslagsmálum. Talið er að um 97% þeirra birkiskóglenda sem hér voru við landnám hafi eyðst af mannavöldum.

Hekluskógar fagna þessari stefnu umhverfisráðherra og munu ekki skorast undan að bæta við verkefnum.

Árið 2011 er Alþjóðlegt ár skóga (4.4.2011)

Alþjóðlegt ár skóga 2011Sameinuðu þjóðirnar tileinka árið 2011 skógum að frumkvæði allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Markmið Sameinuðu þjóðanna með því er að auka vitund um sjálfbæra nýtingu, verndun og þróun í öllum gerðum skóglenda. Sameinuðu þjóðirnar hafa úbúið sérstakt merki ársins sem hefur yfirskriftina Skógar fyrir fólk og á að endurspegla þá fjölþættu umhverfisþjónustu sem skógar veita. Á alþjóðlegu ári skóga 2011 verða ýmsir viðburðir hér á landi til að vekja athygli á málefnum og mikilvægi skóga og skógræktar. Upplýsingar um alþjóðlegt ár skóga er að finna á sérstakri vefsíðu Sameinuðu þjóðanna .

Frétt af vef Umhverfisráðuneytisins http://www.umhverfisraduneyti.is.

Verkefnisstjóri aftur kominn til starfa (4.4.2011)

Verkefnisstjóri Hekluskóga er kominn til starfa aftur eftir þriggja mánaða fæðingarorlof. Helstu verkefni þessa mánaðar eru að undirbúa gróðursetningu, uppgræðslu og móttöku ýmissa hópa t.d. sjálfboðaliða og nemendahópa. Uppsafnaðar fréttir er tengjast skógum almennt verða einnig settar inn.

Verkefnisstjóri í fæðingarorlofi (10.1.2011)

Hreinn Óskarsson verkefnisstjóri Hekluskóga verður í fæðingarorlofi í þrjá mánuði og mætir aftur til starfa 1. apríl nk. Þar sem Hreinn er eini starfsmaður verkefnisins yfir vetrartímann verða öll erindi að bíða fram í apríl.