Breytingar  hjá  Hekluskógum – verkefnið heldur áfram í nýrri mynd

20210811_174121Hekluskógaverkefni hætti um áramótin 2023 sem sjálfstætt verkefni á Fjárlögum. Færðust verkefni Hekluskóga yfir til Lands og skógar. Stofnunin vinnur áfram að endurheimt vistkerfa fjölmörgum svæðum m.a. Hekluskógasvæðinu, á Hafnarsandi og Hólasandi með áherslu á endurheimt birkiskóga. Breytingar hafa orðið á framkvæmd og skipulagi verkefnisins, en áfram verður þó aðal áhersla á gróðursetningu birkis í lundi og lögð áhersla á samstarf við verktaka, sjálfboðaliða hópa og landeigendur á svæðinu.

Starfsfólk Lands og skógar sér um skipulag verkefnisins og er Berglind Guðjónsdóttir með yfirumsjón verkefnisins.

Skógur er það gróðursamfélag sem þolir hvað best öskufall. Hugmyndin um Hekluskóga er að endurheimta birkiskóga og víðikjarr í nágrenni Heklu sem minnka myndu vikurfok í kjölfar gjóskugosa úr eldfjallinu. Verja þar með lönd í nágrenni fjallsins fyrir jarðvegseyðingu. Mögulegur ávinningur af Hekluskógum er margvíslegur. Gróðurfar og dýralíf eykst og verður fjölbreyttara, vatnsheldni jarðvegs verður meiri, lækir myndast og kolefnisbinding verður í gróðri. Með skóginum aukast einnig landnýtingar möguleikar á svæðinu, svo sem frístundabyggð og útivist auk þess að beitarþol eykst.

Þeir sem áhuga hafa á þátttöku í Hekluskógaverkefninu og eiga eða leigja land innan starfssvæðis verkefnisins geta sótt umsóknarblað hér. Magnús Þór sér um úthlutun plantna til landeigenda. samningur_landeig_heklusk_2017