Hugmyndin um Hekluskóga

SONY DSC

Skógur er það gróðursamfélag sem þolir hvað best öskufall. Hugmyndin um Hekluskóga er að endurheimta birkiskóga og víðikjarr í nágrenni Heklu sem minnka myndu vikurfok í kjölfar gjóskugosa úr eldfjallinu. Verja þar með lönd í nágrenni fjallsins fyrir jarðvegseyðingu. Mögulegur ávinningur af Hekluskógum er margvíslegur. Gróðurfar og dýralíf eykst og verður fjölbreyttara, vatnsheldni jarðvegs verður meiri, lækir myndast og kolefnisbinding verður í gróðri. Með skóginum aukast einnig landnýtingar möguleikar á svæðinu, svo sem frístundabyggð og útivist auk þess að beitarþol eykst.