Fréttir af starfi sumarsins 2018

 

Allar framkvæmdir á vegum Hekluskóga þetta árið hafa gengið með miklum ágætum eins og öll fyrri ár. Heildargróðursetning ársins var um 333 þúsund plöntur, þar af um 50 þúsund sem gróðursettar voru nú í haust. Verið er að leggja síðustu hönd á haustgróðursetningarnar um þessar mundir. Allt var þetta birki safnað af kvæminu Emblu.

20181005_111645 (1)

Öflugar stúlkur úr FSU að gróðursetja við Þjófafoss.

Veður í sumar var mjög hagstætt fyrir gróðursetningar og vöxt trjáa á svæði Hekluskóga. Ekki þurfti að glíma við þurrka eins og stundum hefur gerst. Plöntur líta afskaplega vel út eftir sumarið og eru hraustlegar og fallegar.

Landeigendur eiga stóran þátt í gróðursetningum þetta árið eins og venjulega og hafa sett niður rúmlega sjötíu þúsund plöntur í eigið land. Samningar við landeigendur eru nú 236. Einhverjir landeigenda eru búnir að fylla sín svæðin en enn eru  margir með mikið pláss eftir og margir nýir samningar hafa verið gerði á árinu.

Sjálfboðaliðar hafa aldrei verið eins öflugir og á þessu ári og hafa þeir gróðursett um 70 þúsund plöntur auk áburðargjafar. Helstu samstarfsaðilar svo einhverjir séu nefndir voru mótorhjólahópar sem eru að rækta á svæði norðan Hrauneyjavegar vestan við efri Landvegamót. Þeir hafa merkt svæðið sem þeir eru að græða upp og gróðursetja í Mótorhjólaskóga. Endurvinnslan er einnig að rækta upp á sömu slóðum. Margir sjálfboðaliðahópar komu á vegum Green Midgard og Landverndar sem er með verkefnið „Græðum Ísland“.  Bæði Landvernd og Green Midgard Green taka á móti erlendum skólahópum sem vilja leggja sitt af mörkum til að græða upp landið. Samstarf við Landvernd og Green Midgard hófst 2017 og hefur eflst mjög mikið á þessu ári. Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd hafa undanfarin ár grætt um töluvert svæði við Vegghamra og ferðaklúbburinn 4×4 eru með uppgræðslu í Sölmundarholti, hvorutveggja í Þjórsárdal. Starfsfólk Fjölbrautarskóla Suðurlands komu í vor og gróðursettu í vorferð skólans sem og nemendur skólans sem komu í haust.  Samstarf við sjálfboðaliðahópa er Hekluskógum afar mikilvægt, sem og samstarf við landeigendur á svæðinu. Þetta samstarf gerir Hekluskógum kleift að gróðursetja fleiri plöntur en ella.

Hlutur verktaka í gróðursetningu er líka afar mikilvægur. Hafa fjölmargir íþrótta- og skólahópar komið þar sterkir inn. Þessi samvinna kemur sér vel fyrir báða aðila og með þessu erum verið að ala upp kynslóða skógræktarfólks. Eru ungmennin frædd um gildi uppgræðslu og skógrækt í leiðinni og þau vinna sér í aura sem oftast er nýttir í ferðasjóði. Einstaklingar hafa einnig sótt í gróðursetningu í verktöku og svo fyrirtækið Asterix ehf hefur séð um vélgróðursetningu á stórum svæðum frá upphafi Hekluskóga. Þetta árið gróðursettu verktakar tæplega 200 þúsund birkiplöntur.

20170518_133032 (1)

Grunnskólabörn frá Hvolsvelli eftir vel heppnaðan dag í gróðursetningu og áburðargjöf á svæði þar sem þau hafa unnið að vistheimtarverkefni skólans. Nemendur koma árlega og fylgjast með framvindu gróðurs á svæðinu og vexti trjánna.

Uppgræðsla lands með tilbúnum áburði eða kjötmjölsdreifingu til að gera illa gróin svæði hentugri fyrir gróðursetningu, hefur verið stór þáttur í starfi Hekluskóga. Kjötmjölsdreifingin er unnin í samstarfi við Landsvirkjun og Landgræðslu ríkisins. 100 tonnum af kjötmjöli var dreift  í vor en 75 tonn af tilbúnum áburði. Nú í haust verður öðru eins dreift af kjötmjöli. Nú eru þegar tilbúin stór svæði til gróðursetningar næsta vor. Uppgræðsla með kjötmjöli hefur skilað mjög góðum árangri til lengri tíma og hefur á síðustu árum breytt hundruðum hektara lands úr fjúkandi vikrum í gróið land.

Hekluskógar hófu starfsemi sína árið 2007 og er árangur af verkefninu orðinn mjög sýnilegur. Skýrir þessi góði árangur þann aukna áhuga sem verkefninu er sýndur. Á öllum starfssvæðum verkefnisins fyrri ára vaxa nú upp trjálundir og eru stór svæði að breytast úr svartri auðn í vel gróin svæði með gróskumiklum ungskógi.

Birkiplöntur frá 2016 vinstra megin og 2018 hægra megin.

Með góðu samstarfi við alla þessa góðu aðila gengur starf Hekluskóga vel. Á næstu árum verður veruleg aukning á fjármagni til gróðursetningar, sem er ein af lykilaðgerðum ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Mun aukningin verða stigvaxandi á næstu árum og munu Hekluskógar þurfa á öllu sínu góða fólki og velunnurum að halda, svo hægt verði að koma öllum plöntum í jörð. Mikill hugur er í okkur og horfum við bjartsýn til framtíðar.

Hekluskógar þakka öllum samstarfsaðilum samstarfið í ár, það er ykkur öllum að þakka hve vel gekk.

Kjötmjölsdreifingarsvæði í Þjórsárdal og svæði sem fékk tilbúinn áburð 2017 hægra megin.

20180531_195229 (1)

Öflugir hjólamenn við uppgræðslu í Mótorhjólaskóginum.

Þriðji flokkur stúlkna úr UMF Selfoss og bandarískir nemendur sem gróðursettu í Hekluskóga í sumar.

texti og myndir: Hrönn Guðmundsdóttir verkefnisstjóri Hekluskóga

 

Starf vors og sumars 2018 í Hekluskógum

Gróðursetning í Hekluskógum hefur gengið ágætlega í vor og sumar þrátt fyrir rysjótta tíð. Er þessa dagana verið að leggja síðustu hönd á fyrri hluta gróðursetningar ársins. Haustgróðursetning hefst svo í lok ágúst eða þegar plöntur verða afhentar úr gróðrastöðinni Kvistum sem sér um framleiðslu birkiplantna fyrir Hekluskóga. Alls er stefnt að gróðursetningu rúmlega 300 þúsund birkiplantna í ár.

Ýmsir hafa komið að gróðursetningu þetta árið m.a. íþróttahópar í fjáröflun, verktakar, sjálfboðaliðar. Hekluskógar gerðu á síðasta ári samkomulag við Landvernd um  uppgræðslu á söndum sunnan við Þjófafoss fyrir verkefnið ,,græðum Ísland”. Landvernd tekur á móti hópum sem koma og vinna með landvernd í uppgræðslu og gróðursetningu. Nánar sjá slóð http://landvernd.is/CARE.

CARE2

Við upphaf verkefnisins ,,græðum Ísland”

Fleiri hópar starfa með Hekluskógum. Hópar á vegum Green Midgard komið í uppgræðslu á vegum Hekluskóga. Eru þetta nemendahópar frá Bandaríkjunum sem vilja láta gott af sér leiða líkt og þeir hópar sem koma á vegum Landverndar. Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd koma árlega og græða upp og gróðursetja á svæði við Vegghamra í Þjórsárdal. Ferðaklúbburinn 4×4 sem starfað hefur að uppgræðslu í Sölmundarholti í Þjórsárdal gróðursetti um 1600 birkiplöntur í ár og lagði hópurinn til helming plantnanna. Auk þess dreifði hópurinn 1200 kg af tilbúnum áburði sem Landgræðsla ríkisins lagði til sem styrk. Nokkrir mótorhjólaklúbbar hafa starfað með Hekluskógum undir merkjum Mótorhjólaskóga og hafa þeir ræktað upp stór svæði norðan Hrauneyjavegar og í Vaðöldu á undanförnum árum. Hafa hóparnir undir stjórn Hjartar (líklegs) Jónssonar útvegað töluvert magn áburðar til uppgræðslunnar. Starfsmannafélag Fjölbrautaskóla Suðurlands kom við hjá Hekluskógum í ferð sinni um svæðið og gróðursetti í svæðið austan Þjórsár við Ísakot. Einn árgangur frá grunnskólanum á Hvolsvelli hefur komið síðustu tvö síðustu ár í uppgræðslu og gróðursetningu og ætlar skólinn að koma með annan árgang nú í haust.

Grunnskólinn Hvolsvelli

Nemendur úr grunnskólanum á Hvolsvelli

Allt þetta sjálfboðaliðstarf er afar mikilvægur þáttur í starfssemi Hekluskóga. Landeigendur fóru seint af stað með síðna gróðursetningu og má þar um kenna kulda og miklar rigninga. En þeir hafa skilað sínu og eiga sennilega eftir að taka eitthvað í haust. Auk þess sem verktakar eru að gróðursetja restina og er þetta að klárast á næstu dögum

 

Margir íþróttahópar hafa komið eins og undanfarin ár og gróðursett í fjáröflunarskyni fyrir keppnis- eða æfingaferðir og annað íþróttastarf. Gróðursetja hóparnir trjáplöntur með aðstoð foreldra auk þess að bera á hverja plöntu og fá greitt fyrir hverja plöntu. Hóparnir voru misstórir og krakkarnir á ýmsum aldri, en allir hóparnir sannarlega duglegir og skila góðu verki. Þessir hópar hafa gróðursett um 30 þúsund plöntur þetta árið og dreift 2,4 tonnum af tilbúnum áburði. Víða um svæðið má sjá gróskumikla reiti sem slíkir hópar hafa gróðursett á síðustu árum.

20180712_104950

Uppvaxandi birkiskógur sunnan Ferjufitjar sem ungmennafélagar gróðursettur vorið 2016.

Nokkrir verktakar hafa starfað að gróðursetningu, dreifingu á tilbúnum áburði og kjötmjöli í ár og síðastliðin ár. Landgræðsla ríkisins hefur að auki dreift kjötmjöli á efri hluta svæðisins nú í ár og síðustu ár með góðum árangri, auk þess að veita styrki til áburðargjafar í gegn um Landbótasjóð.

Eins og síðustu ár hafa landeigendur sem eru með samning við Hekluskóga gróðursett um þriðjung allra plantna. Nokkur aukning varð á þátttöku landeigenda eftir að starfssvæðið var stækkað til suðurs og nær það nú yfir svæðið sunnan við Gunnarsholt allt að þjóðvegi 1 og er hluti Reynifells einnig innan starfssvæðisins.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af starfi sumarsins:

Sumarið fer vel af stað í Hekluskógum

P1000314Birki blómgast sem aldrei fyr í Hekluskógum og má búast við miklu fræi í haust ef það nær að þroskast. Jörð er frostlaus langt inn til fjalla og bestu skilyrði til gróðursetningar. Vel hefur gengið að gróðursetja og hafa landeigendur og verktakar unnið hörðum höndum að gróðursetningu víða um svæðið.

Helgin 20 – 21. maí var stór helgi hjá Hekluskógum. Margir hópar komu að gróðursetja í yndislegu veðri. Á laugardeginum 20. komu fótboltastrákar frá Selfossi ásamt foreldrum. Einnig mættu hópar til uppgræðslu og gróðursetningar í Mótorhjólaskóga. Hóparnir sem komið hafa að verkefninu Mótorhjólaskógar eru: BMW Ísland, Skutlur, Gaflarar, H.O.G. Chapter Iceland (Harley Davidson) sem hafa unnið á svæðinu einn dag á ári frá árinu 2012 og Slóðavinir frá árinu 2009.  Skutlurnar sýndu góða takta í gróðursetningu og svo fór að engar plöntur voru eftir fyrir Slóðavini sem unnið hafa að uppgræðslu og birkirækt í Vaðöldu sem er norðan við svæði Mótorhjólaskóganna. Hér má sjá myndband sem Kristján Gíslason gerði af gróðursetningu BMW liðsins.  http://www.vimeo.com/218549095

Sunnudaginn 21 maí kom annar stór hópur fótboltadrengja frá Selfossi og foreldrar þeirra, auk hóps fimleikastúlkna frá Hveragerði með foreldrum. Alls var gróðursettar um 35 þúsund plöntur auk áburðargjafar af þessum hópum.

Hekluskógar þakkar þessu öfluga fólki fyrir frábæra helgi.

Græðum Ísland með góðu fólki.

Myndin hér að neðan sýna fótboltastráka frá Selfossi sem gróðursettu sunnan við Sultartangalón um helgina20170521_101244_resized_1.

Gróðursetningarfólk óskast í Hekluskóga

Hekluskógar óska eftir gróðursetningarfólki til starfa,  bæði einstaklingum og hópum t.d. íþróttahópum frá byrjun maí og fram í júní 2017.SONY DSC

Viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða og getur unnið í skemmri eða lengri tíma, t.d yfir helgar. Greitt er fyrir fjölda gróðursettra plantna.

Nánari upplýsingar veitir Hrönn Guðmundsdóttir verkefnisstjóri í síma 899-9662 eða í netfanginu 

hronn@hekluskogar.is 

 

Hekluskogar a hvitu litil

Vorið nálgast í Hekluskógum

Veturinn hefur verið óvenju mildur á Hekluskógasvæðinu og þrátt fyrir lítinn snjó er lítið sem ekkert frost í jörðu. Því styttist í að framkvæmdir á svæðinu hefjist.  Framkvæmdafé hefur verið tvöfaldað frá síðasta ári og fær verkefnið 52,5 m.kr. til reksturs og framkvæmda. Stefnt er að gróðursetningu tæplega 400 þúsunda birkiplantna, dreifingu á um 300 tonnum af kjötmjöli og 130 tonnum af tilbúnum áburði á Hekluskógasvæðinu. Nýr verkefnisstjóri Hrönn Guðmundsdóttir skógfræðingur tók við starfi verkefnisstjóra í hlutastarfi í ársbyrjun og hefur þegar hafið undirbúning verkefna sumarsins. Birkilundir frá síðustu árum eru orðnir áberandi víða um starfssvæði Hekluskóga, sér í lagi þegar snjóföl er yfir landinu eins og meðfylgjandi myndir sýna.