Fræsöfnun Hekluskóga enn í gangi

Þessir októberdagar eru góðir dagar til fræsöfnunar af birki. Lygnt og þurrt og enn nóg af fræi af birki. Í vikunni kom sjálfboðaliðahópur frá CELL (center of environmental living and learning) í Gunnarsholti og söfnuðu fræi. Á aðeins tveimur klst tókst að safna hátt í 10 kg af þurru fræi (nánast lauflausu). Hvet alla til að nýta góða veðrið og safna fræi og ef þið ætlið ekki að nýta það sjálf þiggja Hekluskógar allt birkifræ. Endurvinnslan ehf í Knarrarvogi tekur enn við birkifræi og einnig má senda fræ beint til Hekluskóga í Gunnarsholt.
DSC00575_edited