Vetrarblíða í Hekluskógum

IMG_7639Þessa dagana eru vetrarstillur í Hekluskógum og töluvert frost. Birkitré eru orðin áberandi víða um svæðið og sjást enn betur þegar snjór hylur jörðu. Meðfylgjandi mynd er tekin í landi Landgræðslu ríkisins rétt ofan Gunnarsholts, nánar tiltekið í landi Brekkna á Rangárvöllum. Þar hafa leigjendur sumarhúsalóða gróðursett mikið af birkiplöntum á síðustu árum. Er sú vinna farin að skila fallegum skjólskógi þar sem áður var sandorpið hraun og sandfok algengt. Hekla trónir í baksýn Hekluskóganna.