Samstarfssamningur Umhverfis og auðlindaráðuneytisins, Landgræðslu ríkisins og Skógræktarinnar um Hekluskógaverkefnið hefur verið endurnýjaður til fimm ára.
Þröstur Eysteinsson, Sigrún Magnúsdóttir og Árni Bragason fagna nýjum samningi. Ljósm. http://www.uar.is
Fimmta október 2016 var undirritaður samstarfssamningur Umhverfis og auðlindaráðuneytisins, Landgræðslu ríkisins og Skógræktarinnar. Er samningurinn gerður til fimm ára og tryggir hann áframhaldandi starf og fjárframlög til verkefnisins. Tæp 10 ár eru síðan Hekluskógar voru formlega stofnaðir og skrifað undir 10 ára samstarfssamning. Undirbúningur verkefnisins hófst fyrr eða um 2005 með samvinnu og undirbúningi landeigenda á svæðinu, skógræktarfélags Rangæinga og Árnesinga, Landbúnaðarháskóla Íslands, Suðurlandsskóga, auk Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins.
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, Árni Bragason landgræðslustjóri og Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri undirrituðu samninginn í gær í Hörpu þar sem norræna lífhagkerfisráðstefnan NordBio stóð yfir. Samningurinn gerir ráð fyrir að verkefnið verði rekið í samvinnu Landgræðslu ríkisins og Hekluskóga. Verður verkefnið með sérstakt fjárlaganúmer og bókhald og er gert ráð fyrir að áfram muni einn starfsmaður í hlutastarfi stýra verkefninu. Gert er ráð fyrir að fjárveiting ríkisins til verkefnisins verði 27,5 milljónir á ári. Markmið Hekluskóga verða eftir sem áður að klæða land í nágrenni Heklu trjágróðri til þess að draga úr áhrifum öskufoks í kjölfar eldgosa úr Heklu og öðrum eldfjöllum. Þekkt er að birkiskógar og trjágróður almennt þolir öskufall mun betur en land gróið lággróðri, hvað þá örfoka land. Auk jarðvegsverndar og að draga úr öskufoki yfir nærliggjandi sveitir mun skógurinn einnig auðga dýra- og jurtalíf, hafa jákvæð áhrif á vatnsmiðlun, binda kolefni, bæta skilyrði til útivistar og er verkefnið í raun hið merkilegasta náttúruverndarverkefni þar sem verið er að gera tilraun til að endurskapa forn vistkerfi. Starfssvæði verkefnisins nær yfir tæpt 1% Íslands.
Einn af trjálundum Hekluskóga á Kjalrakatungum við Þjófafossafleggjara gróðursett af Asterix ehf með vél árið 2008.
Starf verkefnisins

Fjöldi aðila hefur komið að starfi verkefnisins síðustu ár. Samningar hafa verið gerðir við yfir 200 þátttakendur sem eiga eða leigja lönd innan starfssvæðis Hekluskóga. Fá þátttakendur plöntur í styrk sem þeir gróðursetja á eigin kostnað og bera á. hafa landeigendur gróðursett um þriðjung allra planta. Fjöldi sjálfboðaliða hefur komið að gróðursetningu og fræsöfnun fyrir verkefnið. Verktakar úr heimabyggð hafa séð um stóran hluta framkvæmda s.s. áburðargjöf, gróðursetningu, geymslu og afhendingu plantna, flutning á áburði og ræktun trjáplantna. Hefur fjöldi íþróttafélaga tekið að sér gróðursetningu í fjáröflunarskyni sem skilað hefur mörgum gróskumiklum trjáreitum. Ýmis rannsóknaverkefni hafa verið unnin á svæðinu og önnur eru enn í gangi. Framkvæmdir hafa verið kortlagðar og skráðar í landrænt upplýsingakerfi frá upphafi starfsins. Fastir mælireitir eru á svæðinu þar sem fylgst er með árangri gróðursetninga og eru þeir mældir á fimm ára fresti.
Það er fagnaðarefni að ráðamenn landsins sýna endurheimt skóga áhuga. Í ræðu Sigrúnar Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra við undirritun Hekluskógasamningsins kom fram að ráðgert væri að efla samstarf Skógræktarinnar og Landgræðslu ríkisins enn og hefja skógrækt á nýjum svæðum. Nefni ráðherra sérstaklega Þorlákshafnarsand í því sambandi.

Iðunn Hauksdóttir nemi við Háskólann í Kaupmannahöfn vann að MSc rannsóknaverkefni þar sem hún skoðaði tilflutning á gróðurtorfum úr gömlum birkiskógum í yngri birkireiti á Hekluskógasvæðinu.
verkefnið. Þrátt fyrir að lélegt fræár væri í birki árið 2014 söfnuðu skólar, félagasamtök og almenningur nokkrum kg af birkifræi fyrir verkefnið. Er ágætur árangur sáninga frá fyrstu starfsárum verkefnisins að koma í ljós þessi árin og má nú finna mikið af fræplöntum sem
Sökum niðurskurðar á fjárveitingum til verkefnisins undanfarin ár hefur litlu fjármagni varið til kaupa á innfluttum tilbúnum áburði og sáninga grasa. Megin áhersla hefur verið lögð á að nýta innlent kjötmjöl frá Orkugerðinni í Hraungerði í Flóa, en árangur áburðargjafar með kjötmjöli hefur verið afar góður og virðist nýting hans vera hagkvæmari lausn á erfiðustu vikrunum bæði hvað varðar árangur uppgræðslu sem og fjárhagslega. Undanfarin ár hefur verið dreift um 1400 tonnum af kjötmjöli.






