Bein útsending verður af málþingi um Hekluskóga 16. apríl frá 11-16 á vefslóðinni: http://www.hitbox.tv/landgraedslan
Category Archives: Um Hekluskóga
Dagskrá Málþings um Hekluskóga 16. apríl 2015
Hér að neðan má sjá titla á þeim fróðlegu erindum sem verða á dagskrá málþings um Hekluskóga 16. apríl 2015. Hægt er að smella á myndina til að fá hana í betri upplausn.
Hægt verður að fylgjast með málþinginu á vefnum á slóðinni: http://www.hitbox.tv/landgraedslan
Málþing um Hekluskóga 16. apríl 2015
Öskufok á skóglausri Skógaheiði í kjölfar Eyjafjallajökulsgoss
Fyrir rúmum tveimur árum birtist grein nokkurra vísindamanna, þeirra Olafs Arnalds, Elínar Fjólu Þórarinsdóttur, Jóhanns Þórsson, Pavla Dagsson Waldhauserova og Önnu Mariu Ágústsdóttur sem fjallaði um mælingar á öskufoki á Skógaheiði í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli. Greinina má finna hér: http://www.nature.com/srep/2013/130213/srep01257/full/srep01257.html. Fjallað var um greinina og niðurstöður hennar í Fréttablaðinu http://www.visir.is/maeldu-staersta-sandstorm-a-jordinni-uppi-a-skogaheidi/article/2015150218880 og á vef Landgræðslu ríkisins http://land.is/allar-frettir/313-maeldu-staersta-sandstorm-a-joerdhinni-uppi-a-skogaheidhi og á vef Skógræktar ríkisins http://www.skogur.is/um-skograekt-rikisins/frettir/nr/2426. Eins og fram kom í greininni fýkur aska gjarnan þar sem gróður er lítill t.d. á beitilöndum á Skógaheiðinni og skemmir hún þann litla gróður sem fyrir er. Þetta gerist ekki þar sem gróður er mikill og skógur hylur land. Það kom glögglega í ljós í gosinu í Eyjafjallajökli að aska úr Eyjafjallajökli gerði ekki skaða á skóginum og gróðri í Þórsmörk og Goðalandi. Var askan beinlínis til gagns þar sem ýmis næringarefni bárust inn í vistkerfið og gróska í ýmsum gróðri jókst mikið. Líklega hafði svartur litur öskunnar góð áhrif þar sem jarðvegur hitnaði og rotnun á laufi og gróðri sem lenti undir ösku jókst og skilaði þannig næringarefnum til gróðurs. Hekluskógar eru einmitt að vinna að því verkefni að koma upp skógi í nágrenni Heklu eins virkasta eldfjalls á Íslandi, enda er ljóst að aska úr eldfjallinu mun valda skemmdum falli hún á gróðurlítil lönd, en jafnljóst að skógar þola öskuna ágætlega og hún mun ekki fjúka í skjóli skóganna.
Vetrarblíða í Hekluskógum
Þessa dagana eru vetrarstillur í Hekluskógum og töluvert frost. Birkitré eru orðin áberandi víða um svæðið og sjást enn betur þegar snjór hylur jörðu. Meðfylgjandi mynd er tekin í landi Landgræðslu ríkisins rétt ofan Gunnarsholts, nánar tiltekið í landi Brekkna á Rangárvöllum. Þar hafa leigjendur sumarhúsalóða gróðursett mikið af birkiplöntum á síðustu árum. Er sú vinna farin að skila fallegum skjólskógi þar sem áður var sandorpið hraun og sandfok algengt. Hekla trónir í baksýn Hekluskóganna.


