Jólakveðja Hekluskóga 2015

Jólakveðja 2015-001

Kærar þakkir frá Hekluskógum til allra þeirra aðila studdu við verkefnið á einn eða annan hátt árið 2015. Megi starf ykkar koma fram í blómlegum skógum þar sem áður var örfoka land.

Thanks from Hekluskógar to all the people that supported the project in 2015. May your work result in fertile woodlands on our black volcanic sands.

Fjölbrautarskóli Suðurlands safnar birkifræi

Hópur nemenda úr Fjölbrautarskóla Suðurlands (FSu) fóru í Þjórsárdal á dögunum og söfnuðu birkifræi í blíðskaparveðri. Var fræinu safnað í rúmlega 15 ára gömlum skógi sem gróðursettur var í lúpínubreiðu á Vikrunum í Þjórsárdal. Nóg var af fræi og söfnuðu nemendurnir sem flestir voru úr skógfræðiáfanganum í FSu um 15 kg af þurru fræi. Gera má ráð fyrir að 300-500 spírandi fræ séu í hverju grammi af fræi og því safnaði hópurinn líklega um 5-7 milljónum fræja.

Guðmundur Tyrfingsson lánaði rútu undir nemendurna og styrkti þannig verkefnið. Nóg er enn af fræi á birkitrjám og hefur það nú náð góðum þroska eftir vott og milt haust. Lauf er nú að mestu fallið af trjánum, fræið tekið að losna og er þá enn auðveldara að ná fræinu af trjánum.  Hekluskógar þakka nemendunum og Guðmundi Tyrfingssyni kærlega fyrir aðstoðina.

Meðfylgjandi ljósmyndir tók Örn Óskarsson kennari við FSu sem hafði frumkvæði af komu hópsins.

Nú er besti tíminn til að safna birkifræi

SONY DSCÞessa dagana eru birkifræ eru að mestu orðin þroskuð á trjám og má safna fræi fram í lok október eða lengur eftir því hvernig tíðarfar verður. Hentugasti söfnunartíminn er á þurrum sólríkum haustdögum þegar lauf er að mestu fallið af trjánum, en fræin sitja eftir. Sökum þess hversu seint voraði í ár þroskaðist birkifræ heldur seinna en oft áður. Minna er af fræi á trjánum en oft áður, en þó má finna tré víða um land sem þakin eru fræi.

SONY DSCVerður fræjunum sem safnast dreift á hentug svæði á Hekluskógasvæðinu í haust þar sem þau munu spíra á næstu árum. Árangur sáninga á birkifræi tekur nokkur ár að koma í ljós en reynsla af slíkum sáningum á Hekluskógasvæðinu er nú þegar allgóð og má sjá töluvert af birkiplöntum á svæðum sem fræi var dreift á fyrir 6-7 árum.

Á myndinni hér að neðan eru plöntur sem uxu upp af birkifræi sem sáð var haustið 2008. Myndar birkið þéttar breiður af birki sem innan 10 ára munu bera fræ og sá sér í nágrenninu.

IMG_8837

Hekluskógar hvetja almenning til að safna birkfræjum og koma til Hekluskóga í Gunnarsholti eða Endurvinnslunnar í móttökustöðvum í Knarrarvogi, Hraunbæ og Dalvegi, Nánari upplýsingar um fræsöfnun má finna hér: https://hekluskogar.is/frodleiksmolar-hekluskoga/sofnun-og-saning-a-birkifraei/

Ágætis sumar í Hekluskógum

Þrátt fyrir að heldur voraði seint í Hekluskógum þetta vorið hefur sumarið verið ágætt fyrir trjávöxt og gróður almennt. í vor gróðursettu landeigendur, verktakar og sjálfboðaliðar um 20150817_162027210 þúsund birkiplöntur víðsvegar um starfssvæði Hekluskóga og virðast þær plöntur dafna vel. Nú styttist í haust gróðursetningu í Hekluskógum og er stefnt á að setja niður 50-70 þúsund plöntur.

Verkefnisstjóri dreifði í vikunni töluvert af birkifræi sem dregist hafði að dreifa og var fræinu dreift á eyrar við Tungná, en eftir að vatni Tungnár var að mestu beint í gegn um Búðarhálsvirkjun hefur vatnsmagn í ánni minnkað mjög neðan Hrauneyja og hafa eyrar byrjað að gróa upp. Eru þessi svæði afar vænleg til birkisáninga og er stefnt að meiri sáningu í haust. 20150817_160424Töluvert er af fræi á birki í Hekluskógum þetta haustið og víðar um Suðurland og er stefnt að fræsöfnun þegar líður á september og verður því sáð á svipuðum slóðum. Eru þessi svæði í um 320 m.h.y.s. og þrífst birki vel á þessum slóðum.

Víða um Hekluskógasvæðið er birki í mikilli sókn og hafa skógar breiðst út t.d. efst í Landsveit á hraunum sem áður voru að mestu ógróin og að mestu vikrar fyrir um hálfri öld síðan. Hafa stór svæði verið grædd upp sér í lagi af Landgræðslu, en einnig fleiri aðilum s.s. bændum á svæðinu, sumarhúsaeigendum, Skógrækt ríkisins og skógræktarfélögum og sáir birkið sér út í þessi svæði.IMG_8572

Á myndunum hér til hliðar og að neðan sjást nýgræður af birki í Skarfanesi á Landi þar sem Skógrækt ríkisins hefur staðið að beitarfriðun og skógrækt síðan um 1940. Á neðri myndinni sést hvernig birkið er að nema land í landi 20150702_144007Skógarkots þar sem Landgræðslan hefur unnið að uppgræðslu síðan um miðja 20. öldina.

Með sama áframhaldi mun birkið nema land mun víðar á starfssvæði Hekluskóga á næstu árum og áratugum.

Vorverkin langt komin

IMG_8171

Kjötmjölsdreifingarsvæði Þjórsárdal

Eftir eina hina köldustu vorkomu frá stofnun Hekluskóga er tekið að hlýna og grænka. Trjágróður lítur ágætlega út eftir stormasaman vetur, en nokkuð víða hafa vindar valdið rofi á melhólum, vikrum og rofabörðum. Snjóþyngslin hlífðu trjám, jarðvegi og gróðri nokkuð sér í lagi inn til landins.

Eitt af fyrstu vorverkunum var að dreifa kjötmjöli og sá Georg á Ólafsvöllum um það verk, ásamt Vendli á Flúðum sem flutti mjölið frá Orkugerðinni í Hraungerði upp í Þjórsárdal. Alls var dreift 150 tonnum af mjöli í samvinnu við Landsvirkjun og var dreifingarsvæðið þetta sumarið austan við Þjórsárdalsveg norðan og sunnan við gamla Hjálparfossslóðann.

IMG_8334Gróðursetning hefur gengið vonum framar og hafa þátttakendur verið duglegir að gróðursetja eins og undanfarin ár. Verktakar og hópar ýmiskonar hafa einnig tekið að sér gróðursetningu og eru flestar plöntur að verða komnar í jörðu. Síðustu þúsundirnar verða settar niður á næstu dögum og farið inn á efri hluta starfssvæðisins en þar er snjór nú bráðnaður. Reiknað er með að gróðursettar verði a.m.k. 210 þúsund plöntur þetta vorið og stefnt á um 60-70 þúsund í haust.

IMG_8395Starfsmenn Landgræðslu ríkisins dreifa þessa dagana rúmlega 21 tonni af tilbúnum áburði yfir um 150 ha af eldri gróðursetningasvæðum Hekluskóga á efri hluta starfssvæðisins. Er þetta kærkomið og á eftir að hjálpa plöntum á legg. Er aðallega um að ræða dreifingu yfir svæði sem hafa verið gróðursett með gróðursetningarvél Asterix ehf og eru auðveld yfirferðar.

Styrkir fengust úr sérstöku átaki ríkisstjórnar Íslands í skógrækt og landgræðslu. Annars vegar fengu Hekluskógar styrk upp á 2 mkr til sérstaks átaksverkefnis í uppgræðslu með kjötmjöli og gróðursetningu og hins vegar fékkst styrkur frá sama verkefni í gegn um Landgræðslu ríkisins upp á 1,2 mkr til sáninga og uppgræðslu í kring um Vaðöldu. Verður unnið að þessum verkefnum á næstu vikum, en verkfall hefur sett strik í reikninginn varðandi kjötmjölsdreifingu og ekkert verið framleitt af því eftir að verkfall hófst. Má reikna með að bíða þurfi fram á haust með hluta framkvæmda vegna þessa.

Styrkir hafa borist til verkefnisins úr fleiri áttum og má þar helst telja framlag frá ýmsum aðilum í gegn um móttökustöðvar Endurvinnslunnar, en þar getur almenningur valið að styrkja Hekluskóga. Þýskur hópur styrkti verkefnið um rúmlega 700 þúsund kr og mun hann heimsækja verkefnið og gróðursetja trjáplöntur á næstu dögum.

Ferðaklúbburinn 4×4 heimsótti Hekluskógaverkefnið enn eitt árið og vann þetta árið að uppgræðslu SA megin á Þórðarholti í Þjórsárdal eins og má sjá hér: http://www.f4x4.is/myndasvaedi/myndir-ur-uppgraedsluferd-2015/. Nokkrir mótorhjólaklúbbar hafa unnið að uppgræðslu bæði í Vaðöldu og norðan Hrauneyjavegar síðustu ár og hér má sjá tengil á það verkefni: https://www.facebook.com/pages/M%C3%B3torhj%C3%B3lask%C3%B3gurinn/860266867380532?fref=ts

Hér má sjá myndir af hluta þeirra hópa og verktaka sem starfað hafa með Hekluskógum þetta vorið.

IMG_8166

Hér var unnið að gróðursetningu sunnan Sultartangalóns og byrjað um leið og frost fór úr jörðu. Sveinn Víkingur Þorsteinsson vann hér ásamt Helga bróður sínum.

IMG_8185

Frá starfsdegi í Mótorhjólaskóginum 16. maí.

IMG_8190

Frá starfsdegi í Mótorhjólaskóginum. Skutlur mættar á svæðið.

IMG_8318

Starfsfólk úr Leikskólanum Örk á Hvolsvelli.

IMG_8325

Hér er hópur Bandaríkjamanna sem komu á vegum CELL og hafa komið undanfarin 6 ár og unnið að gróðursetningu, fræsöfnun, áburðardreifingu ofl.

IMG_8413

Guðjón Helgi Ólafsson ásamt Einari Páli Vigfússyni við gróðursetningarvél í Þjórsárdal.

IMG_8418

Séð yfir svæði þar sem kjötmjöli var dreift fyrir nokkrum árum. Rendurnar eftir dreifarann mynda varanlega gróðurhulu á rýrum vikrinum.

IMG_8421

10 ára gömul birkitilraun sem sett var á sanda Þjórsárdals og eru hæstu tré nú komin í rúmlega mannhæð.