Ágætis sumar í Hekluskógum

Þrátt fyrir að heldur voraði seint í Hekluskógum þetta vorið hefur sumarið verið ágætt fyrir trjávöxt og gróður almennt. í vor gróðursettu landeigendur, verktakar og sjálfboðaliðar um 20150817_162027210 þúsund birkiplöntur víðsvegar um starfssvæði Hekluskóga og virðast þær plöntur dafna vel. Nú styttist í haust gróðursetningu í Hekluskógum og er stefnt á að setja niður 50-70 þúsund plöntur.

Verkefnisstjóri dreifði í vikunni töluvert af birkifræi sem dregist hafði að dreifa og var fræinu dreift á eyrar við Tungná, en eftir að vatni Tungnár var að mestu beint í gegn um Búðarhálsvirkjun hefur vatnsmagn í ánni minnkað mjög neðan Hrauneyja og hafa eyrar byrjað að gróa upp. Eru þessi svæði afar vænleg til birkisáninga og er stefnt að meiri sáningu í haust. 20150817_160424Töluvert er af fræi á birki í Hekluskógum þetta haustið og víðar um Suðurland og er stefnt að fræsöfnun þegar líður á september og verður því sáð á svipuðum slóðum. Eru þessi svæði í um 320 m.h.y.s. og þrífst birki vel á þessum slóðum.

Víða um Hekluskógasvæðið er birki í mikilli sókn og hafa skógar breiðst út t.d. efst í Landsveit á hraunum sem áður voru að mestu ógróin og að mestu vikrar fyrir um hálfri öld síðan. Hafa stór svæði verið grædd upp sér í lagi af Landgræðslu, en einnig fleiri aðilum s.s. bændum á svæðinu, sumarhúsaeigendum, Skógrækt ríkisins og skógræktarfélögum og sáir birkið sér út í þessi svæði.IMG_8572

Á myndunum hér til hliðar og að neðan sjást nýgræður af birki í Skarfanesi á Landi þar sem Skógrækt ríkisins hefur staðið að beitarfriðun og skógrækt síðan um 1940. Á neðri myndinni sést hvernig birkið er að nema land í landi 20150702_144007Skógarkots þar sem Landgræðslan hefur unnið að uppgræðslu síðan um miðja 20. öldina.

Með sama áframhaldi mun birkið nema land mun víðar á starfssvæði Hekluskóga á næstu árum og áratugum.